mánudagur, janúar 10, 2005

Bækur, bækur... auk fallegra tóna

Ég hef verið ansi duglegur við að mæla með einni bók er ber titillinn The Illuminatus! Trilogy (sjá fyrra innlegg). Við það má bæta að ég er ekki búinn að klára hana, en jedúddimía, mæ godden himmel og fnord!

En fyrir utan þessa snilldarbók, ég endurtek, snilldar-,snilldar-, snilldar-bók, ég tek svo djúpt í árina að kalla þetta póstmódernískt (sem ég veit varla hvað þýðir) meistaraverk með vafasömum vímugjafaívafi, þá leist mér ágætlega á þann bókalista sem þarf að lesa fyrir ensku í skóla (403&603).

The Adventures of Huckleberry Finn eftir Mark Twain, en sú bók er talinn marka algjör tímamót í Amerísku literatúr, eiginlega er hún talin vera hið eigindlega upphaf á amerískum bókmenntum.

The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck, sem er einhver epíð um Joad-fjölskylduna, sem hafa víst átt það afar erfitt. Er aðeins byrjaður á henni og hún lofar góðu.

Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare, í (nær) upprunalegu útgáfunni... óskiljanlegt.

Keypti mér nokkra geisladiska einn góðan veðurdag, Jan Mayen: Home of the Free Indeed, sem er ansi hreint stórgóður gripur, alminilegt rokk, Man or Astroman: A Spectrum of Infinite Scale, sem er einnig alminilegt instrumental rokk og auk þess stórgóður gripur.

(Mín flokkun á tónlist er einhvern megin á þessa leið : gott rokk, þungarokk, góð tónlist og drasl)


Engin ummæli: